Ábati í kjúklingaafurðum
11-Feb-2016

Hér fyrir neðan má sjá skýringar á því af hverju er verið að setja ábata í kjúklingaafurðir.

 

Sagan

Í gegnum tíðina hefur verið brýnt fyrir almenningi að elda kjúklingaafurðir vel til að gæta að öllu hreinlæti, þar sem áður bar á að verið væri að neyta kjúklingaafurða sem voru ekki fulleldaðar. Hættan er hinsvegar sú þegar verið er að fullelda kjúklingakjöt, að það verði ofsteikt sem getur valdið því að það verði þurrt. Þetta á sérstaklega við um magurt kjöt eins og kjúklingabringur sem eru mjög fitusnauðar. Til að koma í veg fyrir slíkt er ábati settur í bringur svo kjötið þoli meiri hitameðferð án þess að rýra gæðin.

 

Ábatinn

Ábatinn er að meginhluta vatn en einnig salt, sykur og fosfat þó í mjög littlu hlutfalli. Saltið er til þess að vega upp á móti hlutleysis vatnsins ásamt því að binda vatnið í kjötinu. Sykurinn er settur í til að jafna út áhrif af saltinu. Bindiefnin hjálpa síðan saltinu við að bindast kjötinu og kemur í veg fyrir að ábatinn fari úr kjötinu við eldun. Með þessu er verið að koma í veg fyrir ofeldun á úrbeinuðum kjúklingaafurðum.

Þessi ábati er í mjög littlu hlutfalli af heildarþyngd afurðarinnar og er sykurinn einungis 0,3% af heildarþyngd, saltið 0,6% af heildarþyngd og bindiefni einungis 0,25% af heildarþyngd afurðarinnar.

Meðalþyngd á einni kjúklingabringu er um 140-170 gr, þannig að í einni 150gr bringu er um 0,45 gr af sykri og 0,9 gr af salti. Innihaldslýsingar á umbúðum okkar gefa til kynna öll þau efni sem viðkomandi afurð inniheldur eins og reglugerðir gera kröfur um.

 

Er þetta gert í öðrum löndum? Í mörgum öðrum löndum sem við berum okkur saman við eins og norðurlöndin, eru sömu framleiðsluaðferðum beitt og er sú þróun komin lengra heldur en hér á landi. Víðast hvar erlendis er rætt um ábata sem marineringu og vörur auglýstar sem slíkar. Mjög oft er meiri ábati settur í kjúklingaafurðir erlendis heldur en gert er hérlendis.

Álegg frá Holtakjúklingi
11-Feb-2016

 

Reykjagarður hefur framleitt kjúklingaálegg í meira en 20 ár undir vörumerkinu HOLTA. Var léttreykta kjúklingaáleggið fyrsta áleggið sem Reykjagarður framleiddi. Áherslan hefur frá upphafi verið á að framleiða kjúklingaálegg sem hefur hollustu í fyrirrúmi, þannig að það sé fitulitið og hollt. Þess má geta að einungis með 0,7% fitu er í léttreykta kjúklingaáleggið og óreykta kjúklingaáleggið sem setur þau í hóp fituminnstu áleggs sem fæst á Íslandi. Í dag býður Reykjagarður upp á tvær tegundir kjúklingaáleggs fyrir verslanir og mötuneyti. Þessar tegundir eru: 

  • Óreykt kjúklingaálegg

 

  • Léttreykt kjúklingaálegg.

 

Léttreykta kjúklingaáleggið hefur verið mjög vinsælt frá upphafi og hlotið mörg verðlaun í samkeppni fagmanna, m.a. nokkur gullverðlaun í fagkeppni meistarafélags kjötiðnarmanna og nú síðast sem fór fram 2010. Lengi vel var léttreykta áleggið það eina sem var á markaðnum frá Reykjagarðri en á seinni árum hefur verið bætt við þá flóru með tilkomu fleiri áleggstegunda.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir næringargildi á hvoru áleggi fyrir sig.

 

Næringargildi í 100 gr.           Óreykt kjúklingaálegg         Léttreykt kjúklingaálegg
Orka    315 kJ (70 kcal) 383 kJ (90 kcal)
Prótein 20 gr. 20 gr.
Kolvetni 0,9 gr. 0,9 gr.
Fita 0,7 gr. 0,7 gr.
Natríum 0,7 gr. 0,7 gr.

 

Næringargildi kjúklingakjöts
11-Feb-2016

Hér er að finna upplýsingar um næringargildi kjúklings. Þessar upplýsingar eru fengnar frá heimasíðu Lýðheilsustöðvarinnarog vísum við þangað til frekari upplýsingar um næringargildi ýmissa fæðutegunda,www.lydheilsustod.is. Gefin eru gildi fyrir orku, orkuefni og nokkur vítamín og steinefni. Gildin í töflunum eru viðmiðunargildi því samsetning flestra matvæla getur verið nokkuð breytileg. Þessar töflur byggja á upplýsingum úr Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM).

 

   Orka   Prótein Fita Fitusýrur   Kólestról        Kolvetni
        alls mettaðar                     ómettaðar   alls
  kJ kcal g g g g mg g
Kjúklingaálegg, soðið 381 91 20.0 0.7 0.2 0.4 35 0.9
Kjúklingabitar, djúpsteiktir 1120     267     25.1     16.1     4.2     8.3      88       5.6    
Kjúklingur, bringur án skinns, hráar     442 106 23.6 1.1 0.4 0.7 70 0
Kjúklingur, læri, með skinni, hrátt 562 134 19.1 6.4 1.7 4.1 75 0
Kjúklingur, með skinni hrár 768 184 18.2 12.4 3.2 6.2 100 0
Kjúklingur, með skinni, ofnsteiktur 1030 245 23.3 17 5.3 10.3 125 0

 

Vítamín  
  A D E B1 B2 Fólasín C  
  ug      ug     mg     mg      mg      ug mg  
Kjúklingaálegg, soðið 37 0 0.08 0.08 0.13 12 0  
Kjúklingabitar, djúpsteiktir 9 0 0.20 0.11 0.21 5 0  
Kjúklingur, bringur án skinns, hráar     44 0 0.10 0.10 0.16 14 0  
Kjúklingur, læri, með skinni, hrátt 44 0 0.20 0.10 0.16 12 0  
Kjúklingur, með skinni hrár 44 0 0.20 0.10 0.16 9 0  
Kjúklingur, með skinni, ofnsteiktur 26 0 0.20 0.09 0.29 6

0

 

 

Steinefni        
  Kalk   Natríum  Kalíum  Járn         
  mg mg mg mg
Kjúklingaálegg, soðið 4 700 260 0.40
Kjúklingabitar, djúpsteiktir 13 570 310 0.89
Kjúklingur, bringur án skinns, hráar     4 58 317 0.50
Kjúklingur, læri, með skinni, hrátt 7 58 317 0.87
Kjúklingur, með skinni hrár 7 80 260 0.96
Kjúklingur, með skinni, ofnsteiktur 9 500 400 0.90

 

MÍNAR SÍÐUR