Appelsínugljáður Hátíðarfugl með byggi, döðlum og trönuberjafyllingu

21. desember 2012

Hráefni

1 hátíðarfugl, um 2 kíló

Fylling

6-8 þurrkaðar döðlur, smátt saxaðar
4 skorpulausar brauðsneiðar í litlum teningum
2 egg
½ gráðostshorn í litlum bitum
½ dl appelsínusafi
4 dl soðið bygg
1 dl þurrkuð trönuber
1 dl kasjúhnetur
1 msk. rifinn appelsínubörkur

Öllu hellt í skál og blandað vel saman. Setjið síðan fyllinguna inn í fuglinn.

Soð, sósa og bakstur

2 dl appelsínusafi
2 dl hvítvín
2 msk. appelsínumarmelaði
1 msk. rifinn appelsínubörkur
1 msk. græn piparkorn
1 msk. kóríanderfræ
1-2 rósmaríngreinar eða 1 tsk. þurrkað
1 msk. kjúklingakraftur
3-4 dl vatn
40 g kalt smjör í teningum
Nýmalaður pipar

Hjúpur

2-3 msk. appelsínumarmelaði
2 msk. kóríanderlauf, smátt söxuð
1 tsk. rósapipar, má sleppa
1 tsk. grænn pipar
1 tsk. kóríanderfræ