Beikonvafðar kjúklingabringur

22. júní 2012

FYLLING

200 g rjómaostur
3 msk. basil-pestó
100 ml grænar ólífur

KJÚKLINGUR OG GRÆNMETI

4 Holta kjúklingabringur
beikon, tveir pakkar

Vasi er skorinn langsum í kjúklingabringurnar og fyllingin sett
þar í. Kryddað með McCormick-kjúklingakryddi. Beikoninu er vafið um bringurnar og þær grillaðar í um það bil 20 mínútur.

Skerið eggaldin í sneiðar, kúrbít og blaðlauk, penslið með olíu, kryddið með salti og pipar og grillið í um 7 til 10 mínútur.

BALSAMIKSÓSA

1 dl ólífuolía
2 msk. hunang
3 msk. balsamikedik
1 límóna
steinselja
salt og pipar

Balsamikediki, hunangi, límónusafa, salti og pipar hrært saman og síðan blandað saman við olíuna.