Grillaðar kjúklingalundir og ostafylltir tómatar

03.08.2012

Kjúklingur í marineringu

800 g kjúklingalundir frá Holta
25 g ferskt fáfnisgras
3 tsk. Wholegrain Maille-sinnep
2 tsk. hrásykur
1 tsk. salt
50 ml olía
Safi úr tveimur sítrónum

Aðferð

Hrærið öllu saman og berið á kjúklingalundirnar. Látið liggja í marineringunni í um 30 mínútur. Þræðið lundirnar svo upp á spjót og grillið.

Fylltir tómatar og grillaðar paprikur

150 g rjómaostur
40 g sýrður rjómi
35 g fersk basilíka
4 litlar mozzarellakúlur
1 msk. síróp
2 stk. kúluhvítlaukur, smátt skorinn
10 g fersk steinselja
Salt og pipar
3 paprikur, hver í sínum lit

Aðferð

Blandið öllu saman, skerið toppinn af tómötunum og hreinsið innan úr þeim, fyllið þá með ostafyllingunni og grillið á efri grind. Skerið paprikuna gróft, setjið olíu yfir og grillið.