Grillaðir Mangó-kjúklingaleggir með mangó- salsa, grilluðu grænmeti og sætum kartöflum

16. ágúst 2013

Fyrir 4

12-16 mangó-kjúklingaleggir frá Holta
Grillið leggina á vel heitu grilli í um það bil 20 mínútur eða þar til þeir eru eldaðir í gegn. Snúið leggjunum reglulega. Berið leggina fram með mangósalsanu og t.d. grilluðum sætum kartöflum, baunum og mangó-karrí-skyrsósu frá Gott í kroppinn.

Mangósalsa

1 mangó, skrælt og steinlaust, skorið í teninga
½-1 chilli-pipar, frælaus og smátt saxaður
2 msk. minta, smátt söxuð
2 msk. kóríander, smátt saxað
1 msk. sítrónusafi
1 msk. olía

Allt sett í skál og blandað vel saman.