Grillaður kjúklingur, kartöflubátar og hvítlaukssósa

15. júní 2012

Sterkur kryddlögur

1 dl corn-olía
1 msk. tabasco-sósa
1 tsk. salt
1 tsk. tom yum-mauk
1 tsk. red curry frá Thai Choice
1/2 poki fersk steinselja
2 stk. rauður chili-pipar, fræhreinsaður

Öllu blandað saman með töfrasprota.

Kjúklingurinn

1/2 Holtakjúklingur, látinn liggja í kryddleginum í 40 mínútur og síðan grillaður í um 40 mínútur

Rósmarínkartöflubátar

1/2 dl corn-olía
3 tsk. rósmarín
1 msk. sojasósa
Salt og pipar

Kartöflur skornar í sex báta, velt

upp úr leginum og grillaðar í um 20 mínútur.

Hvítlaukssósa

180 ml sýrður rjómi, 10%
1 dós hrein jógúrt
1 tsk. kraminn hvítlaukur
söxuð steinselja
2 tsk. hrásykur
1 tsk. grófur svartur pipar og salt

Allt hrært saman í skál