Kjúk­linga­bringa með bei­kon- og döðlubiggottó

29.5.2017

Upp­skrift fyr­ir 44 væn­ar kjúk­linga­bring­ur (ég notaði 100% kjúk­ling frá Holta)
4-5 msk. kletta­kál­spestó
olía

Kjúk­linga­bring­urn­ar eru steikt­ar á heitri pönnu á báðum hliðum. Sett­ar í 180 gráðu heit­an ofn­inn í 8-10 mín­út­ur. Mat­skeið af pestói makað á áður en borið er fram.

Kletta­kál­spestó300 g basil
300 g kletta­sal­at
2 stk. hvít­lauks­geir­ar
100 g furu­hnet­ur
100 g ólífu­olía

Hnet­urn­ar eru ristaðar, jurtir og olía sett í bland­ara og maukað vel þar til allt er grænt. Svo er hnet­un­um bætt í og maukað þar til þær eru gróf­malaðar.

Grillaður lauk­ur
4 lauk­ar
salt
olía
hvít­víns- eða epla­e­dik
svart­ur pip­ar

Lauk­ur­inn er skræld­ur og skor­inn í tvennt. Grillaður á sár­inu þar til hann er mjúk­ur í gegn.

Gott er að dressa hann upp úr ólífu­olíu og smá epla- eða hvít­vín­se­diki. Krydda svo með grófu salti og svört­um pip­ar.


Döðlu- og bei­kon-byggottó300 g perlu­bygg
70 g döðlur skorn­ar í litla bita
70 g bei­kon skorið í strimla
4 svepp­ir
ólífu­olía
2 dl rjómi

Byrj­um á að sjóða perlu­byggið. Steikja sveppi, bei­kon og döðlur í rúm­góðum potti, bæta út í soðnu perlu­bygg­inu og létt­steikja aðeins áfram, gott að bæta í smá af ólífu­olíu. Rjóma bætt við ásamt ten­ingi af kjúk­lingakrafti og soðið niður þar til rjóm­inn er pass­lega þykk­ur. Smakkað til með salti og pip­ar.

Estragon-sinn­eps­vinaigretta30 g fínt saxað estragon
40 g Maille-sinn­eps­fræ
50 g ólífu­olía
25 g gott edik, hvít­víns- eða epla-
salt til að smakka til

Öllu blandað vel sam­an og dreypt yfir bring­urn­ar áður en þær eru born­ar fram.